Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í lífefnafræði/sameindalíffræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Við leitum að doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára og snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla bólgusvari líkamans. Skert starfsemi æðaþels er einkenni fjölda sjúkdóma til að mynda COVID-19 en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. 

Nýdoktor við rannsóknir á hormónasvari æðaþels

Við leitum að nýdoktor til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands sem snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum í losti. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla blóðstorku og bólgusvari líkamans. Breytt starfsemi æðaþels er fylgifiskur bráðasjúkdóma en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. Umsækjandi þarf að hafa sterkan grunn í sameindalíffræði og áhuga á fjölþátta gagnaúrvinnslu.

Dósent í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum - Háskóli Íslands - og yfirlæknir á kvenna- og barnaþjónustu Landspítala - Reykjavík

Laust er til umsóknar fullt starf dósents á fræðasviði fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og starf yfirlæknis á kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Um er að ræða samhliða störf samkvæmt samstarfssamningi stofnanna og verður einn og sami umsækjandinn ráðinn í bæði störfin.Dómnefnd sem skipuð er á grundvelli reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og stöðunefnd sem skipuð er á grundvelli laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu metur hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til þess gegna hvoru starfi fyrir sig.Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem starfar á grundvelli reglna nr. 385/2003, mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður talinn hæfastur til að gegna þessum samhliða störfum, á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig.

Doktorsnemi í sníkjudýrafræði

Auglýst er eftir doktorsnema sem kemur til með að starfa undir handleiðslu Dr Haseeb Randhawa og Dr Björn Schäffner við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Háskóla Íslands. Starfið er fjármagnað með styrk frá Rannís (Conservation of ancient relationships: Assessment of skates (Rajiformes: Rajidae) and their parasite fauna in Iceland).

Verkefnisstjóri doktorsnáms

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands leitar að verkefnisstjóra í fullt starf innan Nemendaþjónustu sviðsins. Starfið skiptist í 60% umsjón með doktorsnámi og 40% umsjón með öðrum verkefnum innan Nemendaþjónustunnar. Verkefnisstjóri hefur það hlutverk að aðstoða nemendur og kennara sviðsins, hafa umsjón með doktorsnáminu, vinna náið með öðrum verkefnisstjórum og vera í samskiptum við bæði innlenda og erlenda háskóla og stofnanir.

Aðjúnkt 2 í stærðfræði

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Námsbraut í stærðfræði innan Raunvísindadeildar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið er til 1 árs.